Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 19:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ekki oft sem stjórar Man Utd og Liverpool eru sammála um eitthvað"
Klopp og Solskjær.
Klopp og Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er á því að það þurfi að breyta rangstöðureglu í ensku úrvalsdeildinni.

Reglan er þannig að aðstoðardómarinn lyftir ekki flaggi sínu fyrr en að sóknin er alveg búin. Þetta er gert svo að VAR geti breytt dómnum ef aðstoðardómarinn hefur rangt fyrir sér.

Solskjær segir að þessari reglu verði að breyta og sagði hann á blaðamannafundi eftir markalaust jafntefli við Liverpool að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, væri sammála sér. Solskjær og Klopp ræddu saman þegar leikurinn var í gangi um þetta.

„Það er ekki oft sem stjórar Man Utd og Liverpool eru sammála um eitthvað," sagði Solskjær léttur eftir leikinn.

„En við verðum að skoða þessa reglu. Paul Pogba meiddist gegn Man City út af þessari reglu."

Athugasemdir
banner
banner
banner