Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 15:51
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Guðný og stöllur töpuðu í Róm
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roma 3 - 2 Napoli
0-1 E. Popadinova ('14)
1-1 A. Serturini ('22)
2-1 Andressa ('35, víti)
2-2 S. Huchet ('56, víti)
3-2 E. Bartoli ('64)

Hinn tvítuga Guðný Árnadóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Napoli sem tapaði gegn Roma í efstu deild ítalska boltans í dag.

Napoli er á botni deildarinnar með eitt stig eftir ellefu umferðir en frammistöður liðsins hafa farið skánandi að undanförnu.

Guðný og stöllur tóku forystuna snemma leiks í Róm en Rómverjar sneru stöðunni við og voru 2-1 yfir í leikhlé.

Napoli jafnaði í síðari hálfleik en það dugði ekki til því Elisa Bartoli skoraði sigurmark á 64. mínútu.

Guðný er gríðarlega reynd og á yfir 100 leiki að baki í íslenska boltanum þrátt fyrir ungan aldur. Auk þess á hún 8 leiki að baki fyrir A-landsliðið og þá varð hún Íslandsmeistari með Val sumarið 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner