Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   fös 17. janúar 2025 09:06
Elvar Geir Magnússon
Haaland skrifar undir svakalegan samning við City (Staðfest)
Talað er um einn stærsta íþróttasamning sem leikmaður hefur gert í sögunni.
Talað er um einn stærsta íþróttasamning sem leikmaður hefur gert í sögunni.
Mynd: Manchester City
Manchester City greinir frá því að Erling Haaland hafi skrifað undir svakalegan níu og hálfs árs samning við félagið, samning sem heldur honum því hjá félaginu til 2034. Um er að ræða lengsta samning í ensku úrvalsdeildinni.

Öll þau ákvæði sem voru í fyrri samningi norska sóknarmannsins hafa verið fjarlægð samkvæmt enskum fjölmiðlum. Talað er um einn ábatasamasta íþróttasamning sögunnar.

Fyrri samningur Haaland var til 2027 en að hann hafi skrifað undir nýjan samning er mikil lyftistöng fyrir City á erfiðu tímabili.

Þrátt fyrir erfiðleika City hefur Haaland skilað sínum mörkum og er með 16 mörk í 21 deildarleik á tímabilinu. Aðeins Mohamed Salah hefur skorað fleiri í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, 18.

Sagt er að Haaland fái grunnlaun sem eru í samræmi við aðra launaháa leikmenn City en sé með ákvæði um nánast tryggða bónusa sem ýti vikulaununum yfir 850 þúsund pund.

Pep Guardiola skrifaði undir tveggja ára samning við City fyrir áramót. Sögusagnir voru um að framtíð Haaland hjá félaginu myndi tengjast veru Guardiola en þessi nýi samningur kæfir þá umræðu. Þá kemur samningurinn meðan félagið bíður eftir því að fá niðurstöðu úr fjölmörgum kærumálum vegna ásakana um margvísleg brot á fjárhagsreglum.

Í myndbandi þar sem City tilkynnir um nýjan samning Haaland má sjá hann skrifa bréf til varnarmanna ensku úrvalsdeildarinnar. Óhætt að mæla með áhorfi!


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
9 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner