Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   mán 17. febrúar 2020 12:30
Elvar Geir Magnússon
Hazard: Ánægður með endurkomuna en ekki með úrslitin
Eden Hazard var hæstánægður með að snúa aftur út á keppnisvöllinn eftir tíu vikna fjarveru vegna meiðsla.

Belgíski landsliðsmaðurinn meiddist í 2-2 jafnteflisleik Real Madrid gegn Paris Saint-Germain í nóvember.

Hazard var mættur aftur þegar Real gerði 2-2 jafntefli gegn Celta Vigo í gær.

„Ég er ánægður með að vera kominn aftur út á völlinn en ég er ekki ánægður með úrslitin. Við vildum vinna leikinn en við megum ekki svekkja okkur of mikið því við erum enn á toppi deildarinnar," segir Hazard.

„Það er nóg eftir en við verðum að nýta færin okkar betur."

Hazard lék fyrstu 73 mínútur leiksins og fékk vítaspyrnuna sem Sergio Ramos nýtti til að skora annað mark Real Madrid í leiknum.

Real Madrid er með einu stigi meira en Barcelona í La Liga en liðið mætir Levante um næstu helgi. Svo er komið að leik gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 9 8 0 1 20 9 +11 24
2 Barcelona 9 7 1 1 24 10 +14 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
5 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
6 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
9 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
10 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
11 Alaves 9 3 3 3 9 8 +1 12
12 Vallecano 9 3 2 4 11 10 +1 11
13 Osasuna 9 3 1 5 7 9 -2 10
14 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
15 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
16 Levante 9 2 2 5 13 17 -4 8
17 Mallorca 9 2 2 5 10 14 -4 8
18 Celta 9 0 7 2 8 11 -3 7
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner