Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. mars 2020 20:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crystal Palace rætt um reglur sem gætu haft áhrif á Hodgson
Roy Hodgson er elsti stjóri ensku úrvalsdeildarinnar, 72 ára gamall.
Roy Hodgson er elsti stjóri ensku úrvalsdeildarinnar, 72 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Á næstu vikum gætu verið settar reglur í Bretlandi um að 70 ára og eldri þurfi að fara í sóttkví í nokkra mánuði út af kórónuveirunni. Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, hefur greint frá þessu.

Það gæti sett strik í reikninginn fyrir Crystal Palace þar sem þar er við stjórnvölinn hinn 72 ára gamli Roy Hodgson.

Daily Mail fjallar um að Crystal Palace hafi rætt málið innanbúðar hjá sér og tekið stöðuna.

Hlé er á ensku úrvalsdeildinni núna þangað til 4. apríl að minnsta kosti er Palace að fylgjast náið með gangi máli.

Hodgson sagði fyrr í þessum mánuði: „Ég geri ráð fyrir því að það verði gert til að vernda okkur. Ég hef lesið að það sé eldra fólk sem er í mestri hættu, en mér finnst ég vera mjög heilbrigður. Við búum í lýðræðisríki og við erum löghlýðnir borgarar. Ég hef áhyggjur af þessu þegar sá tími kemur."
Athugasemdir
banner
banner
banner