Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fös 17. mars 2023 12:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Drátturinn í Evrópudeildina: Man Utd fer aftur til Spánar
Man Utd mætir sigursælasta félaginu í sögu keppninnar.
Man Utd mætir sigursælasta félaginu í sögu keppninnar.
Mynd: EPA
Það var dregið í Meistaradeildina áðan og núna var verið að draga í átta-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Manchester United fer aftur til Spánar, aftur til Andalúsíu, eftir að hafa slegið Real Betis úr keppni. Liðið mun mæta Sevilla, sem er með svarta beltið í að vinna þessa keppni. Sevilla er sigursælasta félagið í sögu keppninnar.

Á sama tíma var dregið í undanúrslitin en möguleiki er á því að Man Utd muni mæta Juventus á því stigi keppninnar. Juventus mætir Sporting, sem sló út Arsenal, í átta-liða úrslitunum.

Lærisveinar Jose Mourinho í Roma mæta Feyenoord frá Hollandi í úrslitunum.

Átta-liða úrslitin:
Man Utd - Sevilla
Juventus - Sporting
Bayern Leverkusen - Union Saint-Gilloise
Feyenoord - Roma

Undanúrslitin:
Juventus/Sporting - Man Utd/Sevilla
Feyenoord/Roma - Leverkusen/Union

Úrslitaleikurinn fer fram þann 31. maí næstkomandi í Búdapest í Ungverjalandi. Átta-liða úrslitin hefjast 13. apríl og undanúrslitin hefjast 11. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner