Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. mars 2023 11:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Drátturinn í Meistaradeildina: Ensku liðin fá erfiða andstæðinga
Guardiola fer á sinn gamla heimavöll í Þýskalandi.
Guardiola fer á sinn gamla heimavöll í Þýskalandi.
Mynd: EPA
Napoli eru til alls líklegir í þessari keppni.
Napoli eru til alls líklegir í þessari keppni.
Mynd: EPA
Núna rétt í þessu var verið að draga í átta-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu. Á sama tíma var einnig dregið í undanúrslitin.

Ensku liðin sem eftir eru í keppnina fá mjög erfiða andstæðinga; Chelsea mætir ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid og Manchester City spilar við Bayern München.

Pep Guardiola, stjóri City, mætir þar sínu gamla félagi en hann stýrði Bayern frá 2013 til 2016.

Napoli, sem er á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar, mætir AC Milan sem er í fjórða sæti deildarinnar. Þá spilar Inter við annað portúgalskt lið, Benfica, eftir að hafa mætt Porto í 16-liða úrslitunum.

Átta-liða úrslitin:
Real Madrid - Chelsea
Inter - Benfica
Man City - Bayern München
AC Milan - Napoli'

Það er svo möguleiki á enskum slag í undanúrslitum. Einnig er möguleiki á ítölskum slag. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn í undanúrslitin lítur út.

Undanúrslitin:
Milan/Napoli - Inter/Benfica
Real/Chelsea - City/Bayern

Úrslitaleikurinn í keppninni fer fram í Istanbúl í Tyrklandi en hann fer fram 10. júní en átta-liða úrslitin hefjast 11. apríl næstkomandi. Undanúrslitin hefjast 9. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner