Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 17. apríl 2021 18:25
Victor Pálsson
Enski bikarinn: Chelsea í úrslit eftir sigur á Man City
Chelsea 1 - 0 Man City
1-0 Hakim Ziyech('55)

Chelsea er búið að tryggja sér sæti í úrslitum enska bikarsins og mun þar spila við Southampton eða Leicester City.

Þetta varð ljóst nú rétt í þessu en Chelsea spilaði við Manchester City á Wembley vellinum í London.

Leikurinn í dag var oft á köflum engin frábær skemmtun en eitt mark var skorað og það voru þeir dökkbláu sem gerðu það.

Markið skoraði Hakim Ziyech í seinni hálfleik en hann fékk þá góða sendingu frá Timo Werner og afgreiddi boltann í autt net Man City.

Chelsea mun því spila í úrslitunum á þessu ári en mótherjinn verður annað hvort Leicester eða Southampton.
Athugasemdir
banner