Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvíta-Rússland: Willum hjálpaði við að landa sigrinum
Willum á landsliðsæfingu.
Willum á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson kom inn á undir lokin þegar BATE Borisov vann sigur á Energetik-BGU í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi í dag.

Willum, sem er 22 ára, byrjaði á bekknum en var settur inn á þegar 88 mínútur voru á klukkunni.

Staðan var 2-1 þegar Blikinn kom inn á og hann hjálpaði sínum mönnum að landa sigrinum. BATE er í þriðja sæti í Hvíta-Rússlandi með 11 stig eftir fimm leiki.

Willum spilaði í síðasta mánuði á Evrópumótinu með U21 landsliðinu og var svo kallaður upp í A-landsliðið fyrir leik gegn Liechtenstein. Hann fékk hins vegar ekki að spila í þeim leik, hann var ekki í hóp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner