Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 17. maí 2021 21:32
Hafliði Breiðfjörð
Jói Kalli: Virkilega vel varið hjá Halla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var nokkuð ánægður með mína enn, viljinn og hugarfarið var til staðar. Við erum að mæta Stjörnuliði sem var sært og þeir komu mjög grimmir til leiks," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjalfari ÍA eftir markalaust jafntefli við Stjörnuna í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  0 Stjarnan

„Ég var að mörgu leiti mjög sáttur, þetta var heill leikur hjá okkur. Það hefur vantað hjá okkur að ná ekki að klára leiki með góðum frammistöðum. Mér fannst þetta skref í rétta átt hvað það varðar. Að því sögðu fáum við góð færi þegar við sleppum tvisvar í gegn og Morten Beck er óheppinn hvernig hann hittir fyrirgjöf frá Gísla Laxdal í markteig."

„Ég er ánægður með margt en hefði viljað vinna leikinn. Þegar leið á leikinn erum við ennþá að keyra á Stjörnumennina meðan þeir eru að setja langa bolta á okkur og eru góðir í því. Mér fannst við skapa tækifæri til að landa þessum sigri."


Viktor Jónsson og Gísli Laxdal komust einir í gegn en klúðruðu góðum færum.

„Ég vil ekki meina að við séum að klúðra. Báðir strákarnir sem komust í þessi færi eru að gera það sem við erum að biðja þá að gera að koma honum í hornið framhjá markverðinum. Þetta var virkilega vel varið hjá Halla, ég hefði viljað sjá allavega annan boltann fara í netið og þetta hefði geta snúist í átt að markinu en því fór sem fór.">

Nánar er rætt við Jóa Kalla í sjónvarpinu að ofan. Hann ræðir þar frammistöðu Dino Hodzic og meiðsli Árna Snæs Ólafssonar auk næsta leiks gegn HK. Hann segist meðal annars ætla að æfa í Akraneshöllinni fyrir næsta leik gegn HK í Kórnum.
Athugasemdir
banner
banner