Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. maí 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Ceferin: Finnst vörnin hjá Real Madrid veik
Mynd: EPA
Real Madrid mætir Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í París þann 28. maí. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, er spenntur fyrir leiknum.

„Ég hafði efasemdir um að Real Madrid gæti slegið Manchester City út í undanúrslitum, sérstaklega eftir tap í fyrri leiknum," segir Ceferin.

„En Real Madrid er með níu líf eins og kötturinn. Þeir hafa reynslumikið lið en að mínu mati er vörnin hjá þeim veik. Þeir hafa töframann í Karim Benzema sem ég hef oft sagt að sé einn vanmetnasti leikmaður í fótboltasögunni. Í Luka Modric hafa þeir leikmann sem verður bara betri með aldrinum."

„En Liverpool er með yngra lið og með mikla reynslu úr úrslitaleikjum. Ég þori ekki að spá um sigurvegara en þetta verður mjög áhugaverður leikur."

Síðast mættust liðin í úrslitaleiknum 2018 þar sem Madrídarliðið vann Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner