fös 17. júní 2022 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórar fréttir úr landsliðsvali Frakka fyrir EM - Mæta Íslandi
Amandine Henry.
Amandine Henry.
Mynd: EPA
Frakkland er búið að tilkynna landsliðshóp sinn fyrir EM í sumar og eru nokkuð stór tíðindi varðandi þennan hóp.

Það vantar heldur betur stórstjörnur.

Amandine Henry, sem var maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, kemst ekki í hópinn sem er mjög stórt. Eugenie Le Sommer, sem er markahæsti leikmaður Frakka frá upphafi, er heldur ekki í hópnum. Þær leika báðar með stórliðinu Lyon.

Henry var fyrirliði á HM 2019 en hún og Corinne Diacre, þjálfari liðsins, hafa ekki náð sérstaklega vel saman.

Hópurinn hefur breyst mikið undir stjórn Diacre en samt sem áður er hann mjög sterkur fyrir mótið.

Frakkland er með Íslandi í riðli og fer sá leikur fram 18. júlí í Rotherham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner