Romania 3 - 0 Ukraine
1-0 Nicolae Stanciu ('29 )
2-0 Razvan Marin ('53 )
3-0 Denis Dragus ('57 )
Rúmenía fór illa með Úkraínu í fyrsta leik liðanna á EM í Þýskalandi í dag.
Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en eftir hálftíma leik var mikill vandræðagangur í vörn Úkraínu.
Andriy Lunin sendi boltann beint á Dennis Man leikmann rúmenska liðsins. Man sendi á Nicolae Stanciu og hann átti viðstöðulaust skot fyrir utan vítateiginn og boltinn fór af slánni og söng í netinu.
Snemma í síðari hálfleik bætti Razvan Marin við öðru marki og aftur var Lunin í vandræðum en hann hefði klárlega átt að gera betur og verja skotið.
Denis Dragus innsiglaði svo öruggan sigur Rúmena og Íslandsbanarnir í Úkraínu byrja Evrópumótið ekki vel.
Rúmenía hefur betur gegn Úkraínu í fyrsta leik dagsins á EM, lokatölur 3-0 og mörkin ekki af verri endanum, sjáðu þau öll hér: pic.twitter.com/tqaVTBTdtH
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 17, 2024