Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 17. júlí 2024 21:50
Elvar Geir Magnússon
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Jakob var kynntur hjá KR í dag.
Jakob var kynntur hjá KR í dag.
Mynd: KR
Mynd: KR
Hinn sautján ára gamli Jakob Gunnar Sigurðsson var í dag staðfestur sem nýr leikmaður KR en þessi hávaxni sóknarmaður klárar samt tímabilið með Völsungi áður en hann gengur í raðir KR í haust.

Jakob var í eldlínunni með Völsungi í Fótbolti.net bikarnum í kvöld og ræddi um félagaskiptin eftir leik.

Lestu um leikinn: Haukar 4 -  1 Völsungur

Hann hefur fengið mikla athygli og umtal en hann er markahæstur í 2. deild með ellefu mörk. Hvernig hefur verið fyrir ungan leikmann að takast á við þetta?

„Það hefur bæði verið erfitt og gaman á sama tíma. Það er bara mjög gaman að fá athyglina og allt þannig," segir Jakob. Er ekki þægilegt að allt sé núna frágengið?

„Jú það er mjög þægilegt, nú er bara aftur fullur fókus og gera mitt besta fyrir Völsung."

Jakob hafði úr ýmsu að velja. Af hverju valdi hann KR?

„Mér fannst þetta bara mest spennandi. Frábært teymi hjá þeim og flottur klúbbur. Bara mest spennandi fannst mér."

Jakob fundaði með sex félögum áður en hann tók ákvörðun. Hann segir að nú sé hinsvegar markmiðið að reyna að hjálpa Völsungi að komast upp úr 2. deildinni en liðið er sem stendur sex stigum frá öðru sætinu.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Jakob meðal annars um tap Völsungs gegn Haukum í kvöld. Haukar unnu 4-1 sigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner