Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 17. júlí 2024 21:50
Elvar Geir Magnússon
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Jakob var kynntur hjá KR í dag.
Jakob var kynntur hjá KR í dag.
Mynd: KR
Mynd: KR
Hinn sautján ára gamli Jakob Gunnar Sigurðsson var í dag staðfestur sem nýr leikmaður KR en þessi hávaxni sóknarmaður klárar samt tímabilið með Völsungi áður en hann gengur í raðir KR í haust.

Jakob var í eldlínunni með Völsungi í Fótbolti.net bikarnum í kvöld og ræddi um félagaskiptin eftir leik.

Lestu um leikinn: Haukar 4 -  1 Völsungur

Hann hefur fengið mikla athygli og umtal en hann er markahæstur í 2. deild með ellefu mörk. Hvernig hefur verið fyrir ungan leikmann að takast á við þetta?

„Það hefur bæði verið erfitt og gaman á sama tíma. Það er bara mjög gaman að fá athyglina og allt þannig," segir Jakob. Er ekki þægilegt að allt sé núna frágengið?

„Jú það er mjög þægilegt, nú er bara aftur fullur fókus og gera mitt besta fyrir Völsung."

Jakob hafði úr ýmsu að velja. Af hverju valdi hann KR?

„Mér fannst þetta bara mest spennandi. Frábært teymi hjá þeim og flottur klúbbur. Bara mest spennandi fannst mér."

Jakob fundaði með sex félögum áður en hann tók ákvörðun. Hann segir að nú sé hinsvegar markmiðið að reyna að hjálpa Völsungi að komast upp úr 2. deildinni en liðið er sem stendur sex stigum frá öðru sætinu.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Jakob meðal annars um tap Völsungs gegn Haukum í kvöld. Haukar unnu 4-1 sigur.
Athugasemdir
banner