Samningur danska sóknarmannsins Nikolaj Hansen við Víking er að renna út um áramótin. Óvíst er hvað verður en talað er um að önnur félög séu farin að bera kvíurnar í hann.
Í Innkastinu á dögunum var talað um að Nikolaj væri með samningstilboð á borðinu frá KA.
Í Innkastinu á dögunum var talað um að Nikolaj væri með samningstilboð á borðinu frá KA.
Ekki er vitað hvort Hansen, sem er 32 ára, hafi einhvern áhuga á því að fara norður eftir tímabilið en hann er enn í stóru hlutverki hjá Víkingi og er með fjögur mörk í ellefu leikjum í Bestu deildinni í sumar og hefur verið sjö sinnum í byrjunarliðinu.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, var spurður út í stöðuna á Hansen í viðtali í gær. Eru í gangi viðræður við hann um nýjan samning?
„Þú verður eiginlega bara að tala við Kára (Árnason) sem sér um það," sagði Sölvi. „Það er verið að meta stöðuna á leikmannamarkaðnum og svoleiðis."
„En ef ég fæ að ráða, þá vona ég að Niko verði áfram."
Það er leikmaður sem Sölvi vill halda, rétt eins og Pablo Punyed.
„Hann hefur verið geggjaður fyrir okkur Víkinga og er klárlega orðinn goðsögn í Víkinni. Hann hugsar hlýtt til Víkings og við hugsum hlýtt til hans. Hann er algjör leiðtogi. Ég tók þá erfiðu ákvörðun að taka fyrirliðabandið af honum (fyrir tímabil) en hann hefur bara sýnt klassa, stutt mig og liðið. Þetta er algjör stríðsmaður og góður vinur," sagði Sölvi.
Athugasemdir