Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. ágúst 2019 09:25
Ívan Guðjón Baldursson
Frankfurt styrkir sig með Hinteregger og Kohr (Staðfest)
Hinteregger gerði góða hluti að láni hjá Augsburg á síðustu leiktíð og spilaði undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Chelsea.
Hinteregger gerði góða hluti að láni hjá Augsburg á síðustu leiktíð og spilaði undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Chelsea.
Mynd: Getty Images
Eintracht Frankfurt fékk rúmlega 100 milljónir evra í sumar fyrir sölurnar á Luka Jovic til Real Madrid og Sebastian Haller til West Ham.

Félagið er að nýta þann pening til að styrkja leikmannahópinn og eru nokkrir öflugir leikmenn búnir að skipta yfir til félagsins.

Dominik Kohr er kominn frá Leverkusen fyrir 10 milljónir evra og þá er Martin Hinteregger kominn frá Augsburg fyrir 12 milljónir.

Sebastian Rode kostaði 4 milljónir frá Dortmund, Filip Kostic kom frá Hamburg á 6 milljónir og Dejan Joveljic frá Rauðu Stjörnunni í Belgrad á 4 milljónir.

Þessi kaup koma öll ofan á kaupin á Djibril Sow og Kevin Trapp sem kostuðu um 9 milljónir hvor. Í heildina er félagið búið að eyða um 60 milljónum evra í nýja leikmenn í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner