
Haukar og KR skildu jöfn, 1-1, í toppslag 2. deildar kvenna á Ásvöllum í dag.
Úrslitakeppnin er hafin í deildinni og verður gríðarleg spenna í þessum síðustu leikjum mótsins.
Haukar og KR, tvö bestu lið deildarinnar í ár, mættust á Ásvöllum, en það voru gestirnir sem tóku forystuna er Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir skoraði úr vítaspyrnu á 19. mínútu.
Snemma í síðari hálfleiknum jafnaði Anna Rut Ingadóttir metin og þar við sat.
Haukar eru áfram á toppnum með 35 stig en KR í öðru með 33 stig. Einherji og ÍH gerðu þá 1-1 jafntefli á Vopnafirði, en Sara Líf Magnúsdóttir jafnaði fyrir heimakonur þegar lítið var eftir af leiknum.
Fjölnir vann Sindra, 4-2, í B-riðli. María Sól Magnúsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Fjölni.
María Björk Ómarsdóttir gerði þá eina mark leiksins er Dalvík/Reynir vann Smára, 1-0, í C-riðlinum.
A-úrsit:
Einherji 1 - 1 ÍH
0-1 Viktoría Dís Valdimarsdóttir ('34 )
1-1 Sara Líf Magnúsdóttir ('90 )
Haukar 1 - 1 KR
0-1 Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir ('19 , Mark úr víti)
1-1 Anna Rut Ingadóttir ('58 )
B-úrslit:
Fjölnir 4 - 2 Sindri
1-0 Ester Lilja Harðardóttir ('18 )
1-1 Kiara Kilbey ('26 )
2-1 Hrafnhildur Árnadóttir ('35 )
3-1 María Sól Magnúsdóttir ('44 )
4-1 María Sól Magnúsdóttir ('49 )
4-2 Thelma Björg Gunnarsdóttir ('87 )
C-úrslit:
Dalvík/Reynir 1 - 0 Smári
1-0 María Björk Ómarsdóttir ('4 )
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir