Sævar Þór Fylkisson fór mikinn í liði KF í dag er liðið vann óvæntan 4-1 sigur á Víkingi Ólafsvík í 2. deild karla. Haukar unnu á meðan KFA, 3-1, á BIRTU-vellinum á Ásvöllum.
Ólafsvíkingar hafa verið sterkir í sumar og verið í baráttu um að komast upp á meðan KF hefur verið á fallbaráttusvæðinu.
KF fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn þökk sé tvennu frá Sævari Þór Fylkissyni.
Agnar Óli Grétarsson gerði þriðja markið úr víti á 84. mínútu, en Luis Ocerin minnkaði muninn fyrir Ólsara þremur mínútum síðar.
Undir lok leiks fullkomnaði Sævar Þór þrennu sína og rak þar síðasta naglann í kistu gestanna. KF er í næst neðsta sæti með 15 stig en Víkingur Ó. í 3. sæti með 29 stig.
Haukar unnu KFA 3-1 eftir að hafa lent marki undir. Jacques Fokam Sandeu skoraði fyrir KFA á 10. mínútu en Guðmundur Axel Hilmarsson svaraði átta mínútum síðar. Arkadiusz Jan Grzelak setti boltann í eigið net í upphafi síðari hálfleiks áður en Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson gerði út um leikinn með marki undir lok leiks.
Haukar eru í 7. sæti með 26 stig en KFA í 5. sæti með 28 stig.
KFG og Kormákur/Hvöt skildu þá jöfn, 1-1. Dagur Orri Garðarsson gerði mark KFG á 49. mínútu en Artur Jan Balicki jafnaði sjö mínútum síðar og þar við sat.
Kormákur/Hvöt er með 19 stig í 8. sæti en KFG tveimur sætum neðar með 17 stig.
Haukar 3 - 1 KFA
0-1 Jacques Fokam Sandeu ('10 )
1-1 Guðmundur Axel Hilmarsson ('18 )
2-1 Arkadiusz Jan Grzelak ('48 , Sjálfsmark)
3-1 Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson ('90 )
KFG 1 - 1 Kormákur/Hvöt
1-0 Dagur Orri Garðarsson ('49 )
1-1 Artur Jan Balicki ('56 )
KF 4 - 1 Víkingur Ó.
1-0 Sævar Þór Fylkisson ('30 )
2-0 Sævar Þór Fylkisson ('44 )
3-0 Agnar Óli Grétarsson ('84 , Mark úr víti)
3-1 Luis Alberto Diez Ocerin ('87 )
4-1 Sævar Þór Fylkisson ('90 )
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir