Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 20:51
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Jafntefli í báðum leikjum dagsins
Augnablik bjargaði stigi með tveimur mörkum á lokakaflanum
Augnablik bjargaði stigi með tveimur mörkum á lokakaflanum
Mynd: Augnablik
Báðum leikjum dagsins í 3. deild karla lauk með jafntefli.

Magni og Elliði gerðu 1-1 jafntefli á Grenivík. Henrik Hermannsson skoraði fyrir Elliða þegar ellefu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en heimamenn svöruðu undir lokin með marki frá Tómasi Erni Arnarsyni.

Sindri frá Höfn í Hornafirði glutraði niður tveggja marka forystu í 2-2 jafnteflinu gegn Augnabliki.

Abdul Bangura og Björgvin Ingi Ólason komu Sindra í 2-0 á fyrstu þrettán mínútum leiksins, en á lokakaflanum skoruðu Augnablikar tvö. Júlíus Óli Stefánsson minnkaði muninn á 77. mínútu og þá sá Guðni Rafn Róbertsson til þess að bjarga stiginu með marki ellefu mínútum síðar.

Augnablik er í 3. sæti með 34 stig, Magni í 5. sæti með 27 stig, Elliði í 7. sæti með 20 stig og Sindri í 9. sæti með 18 stig.

Magni 1 - 1 Elliði
0-1 Henrik Hermannsson ('79 )
1-1 Tómas Örn Arnarson ('90 )

Augnablik 2 - 2 Sindri
0-1 Abdul Bangura ('3 )
0-2 Björgvin Ingi Ólason ('13 )
1-2 Júlíus Óli Stefánsson ('77 )
2-2 Guðni Rafn Róbertsson ('88 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner