Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 22:18
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Tindastóll vann toppslaginn gegn Ými
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll 3 - 1 Ýmir
0-1 Hákon Freyr Jónsson ('18 )
1-1 Dominic Louis Furness ('24 )
2-1 Sverrir Hrafn Friðriksson ('79 )
3-1 David Bjelobrk ('90 )

Tindastóll er með fimm stiga forystu á toppi 4. deildar karla eftir 3-1 sigur liðsins á Ými í titilbaráttunni í kvöld.

Ýmir byrjaði tímabilið frábærlega en hefur verið upp og niður síðasta mánuðinn eða svo.

Hákon Freyr Jónsson kom Ými yfir á 18. mínútu en Dominic Louis Furness svaraði sex mínútum síðar.

Á lokamínútum leiksins gerðu Stólarnir tvö mörk. Sverrir Hrafn Friðriksson skoraði á 79. mínútu og þá gerði David Bjelobrk út um leikinn með þriðja mark heimamanna í uppbótartíma.

Tindastóll er á toppnum með 34 stig, fimm stigum meira en Ýmir sem er í öðru sæti. Ýmir á að vísu leik til góða.
Athugasemdir
banner