Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal ætlar ekki að fá framherja fyrir gluggalok
Arsenal mun ekki bæta framherja í hópinn fyrir lok félagaskiptagluggans en Mikel Arteta, stjóri félagsins, sagðist treysta þeim framherjum sem eru á mála hjá félaginu.

Í sumar hefur Arsenal skoðað þann möguleika að fá framherja inn til að veita Kai Havertz, Gabirel Jesus og Leandro Trossard samkeppni.

Eddie Nketiah er á förum en það þykir afar ólíklegt að það komi inn maður í hans stað.

„Ég hef trú á Kai Havertz, við höfum trú á Gabriel Jesus og Leandro Trossard sem hefur spilað þessa stöðu. Við höfum mismunandi gæði þarna og besta sem við getum gert er að treysta leikmönnunum sem við höfum og reyna að bæta þá. Þeir eru svo ótrúlega góðir og viljugir, og það er það sem við ætlum að einbeita okkur að,“ sagði Arteta.

Arsenal byrjaði tímabilið frábærlega með því að leggja Wolves að velli, 2-0. Havertz skoraði og lagði upp í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner