Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 18:10
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Það er margt sem má bæta
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal á Englandi, var nokkuð ánægður með frammistöðuna í 2-0 sigrinum á Wolves í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Kai Havertz og Bukayo Saka skoruðu mörk Arsenal í leiknum og dugði það til sigurs.

„Ég er rosalega ánægður. Það er alltaf smá óvissa með fyrsta leikinn og hvernig maður bregst við. Það kom augnablik eftir að við komumst í 1-0 þar sem við vorum ekki með stjórn á leiknum en vorum þægilegir eftir markið hans Saka. Það er ótrúlegt að sjá hvernig strákarnir leggja sig fram, þannig ég er ánægður með það.“

„Við vissum að Wolves gæti breytt leiknum og þeir gerðu það í seinni hálfleik, en við urðum sterkari eftir breytingarnar. Það eru hlutir sem má bæta, en í heildina er ég ánægður,“
sagði Arteta sem nefndi nokkra hluti sem hægt er að bæta.

„Við gáfum auðvelda bolta frá okkur og þá var vöntun á að geta stjórnað leiknum betur í síðari hálfleik. Við þurftum líka að klára ákveðnar stöður betur, en eins og ég segi þá er ég ánægður ef á heildina er litið,“ sagði Arteta.
Athugasemdir