Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 20:52
Brynjar Ingi Erluson
Atli Barkar á leið til Zulte Waregem í Belgíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Atli Barkarson er að ganga í raðir Zulte-Waregem í belgísku B-deildinni en hann kemur til félagsins frá danska félaginu SönderjyskE. Þetta segir belgíski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri á X.

Atli er 23 ára gamall Húsvíkingur sem samdi ungur að árum við Norwich City á Englandi.

Hann spilaði einnig með Fredrikstad í Noregi og tók síðan tvö með Víkingi R. en á seinna tímabilinu varð hann bæði Íslands- og bikarmeistari.

Eftir tímabilið samdi hann við SönderjyskE í Danmörku og verið þar síðan. Hann féll með liðinu úr úrvalsdeildinni á fyrsta tímabili, en átti þátt í að koma því aftur upp á síðustu leiktíð. Nú er hann hins vegar á förum.

Tavolieri segir að Atli sé á leið til Zulte-Waregem í Belgíu. Hann mun ferðast til Belgíu á morgun til að gangast undir læknisskoðun. Kaupverðið er í kringum 300 þúsund evrur.

Fyrrum landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason var á mála hjá Zulte-Waregem frá 2011 til 2015.
Athugasemdir
banner