Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 22:42
Brynjar Ingi Erluson
Bayer Leverkusen vann Ofurbikarinn eftir vítakeppni
Mynd: EPA
Bayer Leverkuen er Ofurbikarmeistari í Þýskalandi eftir að hafa unnið Stuttgart eftir vítakeppni á Bay-Arena í Leverkusen í kvöld.

Til þessa hefur Leverkusen tekist að halda í allar stjörnur síðasta tímabils en flestar þeirra byrjuðu á bekknum.

Nígeríumaðurinn Victor Boniface skoraði á 11. mínútu leiksins en franski miðjumaðurinn Enzo Millot jafnaði fimm mínútum síðar.

Martin Terrier, sem kom til Leverkusen frá Rennes í sumar átti ömurlega byrjun á ævintýri sínu í Þýskalandi en hann fékk rautt fyrir heimskulega tæklingu við miðsvæðið. Það bitnaði á Boniface sem var tekinn af velli og kom varnarmaðurinn Jonathan Tah inn í hans stað.

Deniz Undav kom Stuttgart í forystu á 63. mínútu og ákvað Xabi Alonso að henda stjörnunum inn í kjölfarið. Patrick Schick, Florian Wirtz, Jeremie Frimpong og Alex Grimaldo komu allir inn.

Schick gerði jöfnunarmarkið undir lok leiks eftir sendingu Grimaldo og þurftu því liðin að kljá málin í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Leverkusen betur, 4-3, en þeir Frans Kratzig og Silas klikkuðu á punktinum hjá Stuttgart á meðan Leverkusen skoraði úr öllum spyrnunum.

Þriðji titillinn sem Leverkusen vinnur undir stjórn Alonso, en liðið varð deildar- og bikarmeistari á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner