Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur tjáð Ben Chilwell að honum sé frjálst að yfirgefa félagið.
Leikmannahópur Chelsea er svakalega stór en Maresca hefur aðeins haft 28 leikmenn á æfingum en 43 leikmenn eru skráðir í hópinn.
Hann segir að Chilwell passi ekki inn í leikstílinn sinn.
„Chilwell er með okkur núna. Hann hefur ekki æft undanfarna tvo daga því hann er smá veikur. Ég elska hvernig hann æfir og hvernig hann er en vandamálið er að hann á í vandræðum með að finna sína bestu stöðu," sagði Maresca.
„Það er ekki gott fyrir þá að æfa á hverjum degi og fá engar mínútur. Það er heldur ekki gott fyrir mig því ég þarf að taka ákvarðanir. Það er betra fyrir suma að fara. Við sjáum til hvað gerist, félagaskiptaglugginn er opinn."
Leikmenn á borð við Romelu Lukaku og Conor Gallagher eru að öllum líkindum á förum frá félaginu.