Vestri 2 - 0 KR
1-0 Pétur Bjarnason ('20)
2-0 Elmar Atli Garðarson ('45)
1-0 Pétur Bjarnason ('20)
2-0 Elmar Atli Garðarson ('45)
Lestu um leikinn: Vestri 2 - 0 KR
Vestri tók á móti KR í eina leik dagsins í Bestu deild karla og tóku heimamenn forystuna eftir 20 mínútna leik, þegar Pétur Bjarnason skoraði eftir góða fyrirgjöf frá Elmari Atla Garðarsyni.
Markið kom þvert gegn gangi leiksins eftir að KR-ingar höfðu verið talsvert sterkari aðilinn fyrstu 20 mínútur leiksins.
Leikurinn jafnaðist út eftir opnunarmarkið og fengu bæði lið færi áður en Elmar Atli tvöfaldaði forystu heimamanna eftir frábæran undir búning frá Benedikt V. Warén.
Síðari hálfleikurinn var fjörugur en hvorugu liði tókst þó að bæta marki við leikinn. KR-ingar sóttu stíft og fengu góð færi en tókst ekki að setja boltann framhjá William Eskelinen sem átti mjög góðan leik.
Lokatölur urðu 2-0 og er þetta aðeins fjórði sigurinn hjá Vestra á deildartímabilinu. Liðið er í fallbaráttu með 17 stig eftir 19 umferðir, þó fjórum stigum fyrir ofan botnsætið.
KR er með 18 stig eftir 18 umferðir.
Athugasemdir