Brentford er að vinna að því að krækja í brasilíska ungstirnið Gustavo Nunes úr röðum Grêmio í heimalandinu.
Nunes er aðeins 18 ára gamall og leikur sem vinstri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað sem sóknartengiliður eða úti á hægri kantinum.
The Sun orðaði Nunes við Arsenal, Liverpool og Manchester City í apríl en það hefur ekki verið mikið til í þeim orðrómi. Núna er hann hins vegar á leið í enska boltann.
Félög frá Sádi-Arabíu eru afar áhugasöm um að tryggja sér krafta Nunes, en hann hefur engan áhuga á því að skipta þangað. Hann dreymir um að spila í enska boltanum.
Nunes hefur komið að 15 mörkum í 44 leikjum með Grêmio þrátt fyrir ungan aldur.
Athugasemdir