Það hefjast fjórir leikir samtímis í enska boltanum klukkan 14:00 og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.
Arsenal tekur þar á móti Wolves og byrjar ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori á bekknum eftir að hafa verið keyptur til félagsins á dögunum. Jakub Kiwior er ekki í hóp og gæti verið seldur á næstu vikum.
Oleksandr Zinchenko byrjar í vinstri bakvarðarstöðunni og er ekkert sem kemur á óvart í byrjunarliði Arsenal. Thomas Partey er á miðjunni, með Jorginho á bekknum, og þá eru Jurriën Timber, Leandro Trossard og Gabriel Jesus meðal varamanna.
Matheus Cunha byrjar á bekknum hjá Wolves og byrjar Norðmaðurinn efnilegi Jörgen Strand Larsen í fremstu víglínu.
Þá byrjar Kieran Trippier á varamannabekknum hjá Newcastle United sem tekur á móti nýliðum Southampton. Lewis Hall og Tino Livramento byrja í bakvarðarstöðunum og þá fær Jacob Murphy tækifæri úti á kantinum á meðan Miguel Almiron og Harvey Barnes sitja á bekknum.
Dominic Calvert-Lewin leiðir sóknarlínu Everton á heimavelli gegn Brighton og er Tim Ireogbunam á miðjunni eftir félagaskipti frá Aston Villa í sumar. Iliman Ndiaye og Jesper Lindström eru meðal varamanna.
Jack Hinshewood, Yankuba Minteh og James Milner eru þá í byrjunarliði Brighton ásamt Mats Wieffer. Þetta er 23. úrvalsdeildartímabilið í röð hjá Milner og er hann orðinn nýr methafi eftir að hafa tekið yfir gamalt met Ryan Giggs, sem lék 22 leiktíðar í röð í deild þeirra bestu.
Að lokum fær miðvörðurinn efnilegi Dean Huijsen sína frumraun í ensku úrvalsdeildinni þegar Bournemouth heimsækir Nottingham Forest.
Chris Wood leiðir sóknarlínu Forest eftir frábært undirbúningstímabil og byrjar Taiwo Awoniyi á bekknum.
Arsenal: Raya; White, Saliba, Gabriel, Zinchenko; Partey, Rice, Odegaard; Saka, Havertz, Martinelli
Varamenn: Ramsdale, Calafiori, Timber, Jorginho, Nelson, Nwaneri, Trossard, Jesus, Nketiah
Wolves: Sa, Doherty, Mosquera, Toti, Ait-Nouri, Bellegarde, Lemina, J. Gomes, R. Gomes, Hwang, Strand Larsen.
Varamenn: Bentley, Bueno, Podence, Cunha, Dawson, Doyle, Sarabia, Chiquinho, Guedes.
Newcastle: Pope, Livramento, Schar, Burn, Hall, Guimaraes, Longstaff, Joelinton, Murphy, Isak, Gordon.
Varamenn: Dubravka, Trippier, Krafth, Targett, Kelly, Willock, Almiron, Barnes, Osula
Southampton: McCarthy, Sugawara, Harwood-Bellis, Bednarek, Stephens, Walker-Peters, Downes, Smallbone, Aribo, Brereton-Diaz, Armstrong.
Varamenn: Lumley, Wood, Taylor, Bree, Alcaraz, Dibling, Edozie, Amo-Ameyaw, Archer.
Everton: Pickford, Young, Tarkowski, Keane, Mykolenko, Gueye, Doucoure, Iroegbunam, McNeil, Harrison, Calvert-Lewin
Varamenn: Virginia, Holgate, Ndiaye, Beto, O'Brien, Maupay, Lindström, Metcalfe, Armstrong
Brighton: Steele, Veltman, Van Hecke, Dunk, Hinshelwood, Milner, Wieffer, Mitoma, Minteh, Welbeck, Pedro
Varamenn: Rushworth, Webster, Gilmour, Sarmiento, Barco, Baleba, Adingra, Ayani, O'Mahony
Nott. Forest: Sels, Aina, Williams, Murillo, Boly, Sangare, Gibbs-White, Danilo, Hudson-Odoi, Elanga, Wood.
Varamenn: Miguel, Anderson, Awoniyi, Omobamidele, Toffolo, Dominguez, Moreira, Jota, Yates
Bournemouth: Neto, Kerkez, Cook, Zabranyi, Huijsen, Scott, Smith, Smith, Tavernier, Semenyo, Sinisterra.
Varamenn: Travers, Christie, Kluivert, Jebbison, Traore, Hill, Araujo, Philip, Anthony
Athugasemdir