Nýliðar Ipswich Town taka á móti Liverpool í fyrstu umferð nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.
Axel Tuanzebe, Liam Delap og Omari Hutchinson eru meðal byrjunarliðsmanna Ipswich en þeir eiga gríðarlega erfiða þraut fyrir höndum sér gegn ógnarsterkum andstæðingum. Sammie Szmodics og Ben Johnson byrja á bekknum.
Það er ekki margt sem kemur á óvart í liði Arne Slot sem stýrir Liverpool í fyrsta sinn í keppnisleik eftir að hafa tekið við af Jürgen Klopp í sumar.
Slot kýs að nota Diogo Jota sem fremsta sóknarmann og byrjar Úrúgvæinn Darwin Núnez því á varamannabekknum. Slot er mjög hrifinn af Jota vegna þess hversu vinnusamur Portúgalinn er.
Mohamed Salah og Luis Díaz byrja á köntunum og þá fær Jarrel Quansah tækifærið við hlið Virgil van Dijk í hjarta varnarinnar.
Joe Gomez er ekki í hóp en hann er líklega á förum frá félaginu á næstu vikum.
Ipswich: Walton, Tuanzebe, Woolfenden, Greaves, Davis, Morsy, Luongo, Burns, Chaplin, Hutchinson, Delap
Varamenn: Slicker, Burgess, Townsend, Johnson, Phillips, Taylor, Szmodics, Harness, Al-Hamadi
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Quansah, Van Dijk, Robertson, Gravenberch, Szoboszlai, Mac Allister, Diaz, Salah, Jota
Varamenn: Kelleher, Konate, Endo, Tsimikas, Bradley, Jones, Elliott, Gakpo, Nunez
Athugasemdir