Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Emery vill halda Duran - „Hef trú á honum“
Unai Emery, stjóri Aston Villa, vill gera allt sem hann getur til að halda kólumbíska sóknarmanninum Jhon Duran áfram hjá félaginu.

Duran kom inn af bekknum hjá Aston Villa í dag og skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri á West Ham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Í sumar hefur Duran verið orðaður við West Ham. Sóknarmaðurinn vill fá fleiri mínútur, en Emery vill gera allt til að halda honum áfram.

„Við höfum trú á honum og hans hæfileikum. Við erum alltaf opnir fyrir því að vinna með honum og í dag hjálpaði hann liðinu. Þetta var frábær frammistaða hjá honum. Við höfum undirbúið tímabilið með því að nota bæði Watkins og Duran yfir 90 mínútur og skiluðu báðir sínu.“

„Stundum er erfitt að viðurkenna sum mistök en í þessu tilfelli ertu með mjög ungan leikmann, með mikla ástríðu og auðvitað vill hann sýna úr hverju hann er gerður. Hann er með sterka orku og vill allt gera. Stundum þarf hann að finna jafnvægið. Ég er skuldbundinn því að ná fram því besta úr honum sem leikmanni og persónu. Það hefur ekkert breyst, ég vil halda honum hér,“
sagði Emery.
Athugasemdir
banner
banner