Ítalska stórveldið AC Milan er búið að festa kaup á franska landsliðsmanninum Youssouf Fofana sem kemur úr röðum AS Monaco.
Fofana var eftirsóttur af ýmsum félagsliðum í sumar en hann vildi einungis skipta til Milan og fékk ósk sína uppfyllta þrátt fyrir tilraunir Manchester United og Nottingham Forest til að stela honum.
Hinn 25 ára gamli Fofana gerir fjögurra ára samning við Milan og er fimmti leikmaðurinn sem kemur til Milan í sumar, eftir leikmönnum á borð við Álvaro Morata og Emerson Royal.
Það er mikil uppbygging í gangi hjá Milan og má búast við að Fofana berjist um byrjunarliðssæti á miðjunni ásamt Ruben Loftus-Cheek og Tijjani Reijnders. Ismaël Bennacer, Yunus Musah, Yacine Adli og Tommaso Pobega eru einnig í hóp en einhverjir þeirra gætu verið seldir fyrir gluggalok.
???? BREAKING! BREAKING! ????
— AC Milan (@acmilan) August 17, 2024
There's a new addition to the Rossoneri ????#DNACMilan #SempreMilan
Athugasemdir