Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gündogan vill fara frá Barcelona áður en félagaskiptaglugginn lokar í lok mánaðar. Þetta kemur fram í spænska miðlinum Sport.
Gündogan kom til Barcelona frá Manchester City á síðasta ári og var einn af bestu leikmönnum liðsins á síðustu leiktíð, en það hefur þó ekki allt leikið í lyndi.
Hann er sagður óánægður með margt og var meðal annars ekki valinn til að ferðast með hópnum í leik gegn Valencia um helgina.
Samkvæmt Sport hefur Gündogan beðið Barcelona um að selja hann fyrir gluggalok. Tyrknesku félögin Fenerbahce og Galatasaray hafa mikinn áhuga á honum.
Þá hefur hann einnig verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu.
Athugasemdir