Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Greenwood skoraði tvö mörk í fyrsta deildarleiknum
Mason Greenwood byrjar vel í Frakklandi
Mason Greenwood byrjar vel í Frakklandi
Mynd: Marseille
Englendingurinn Mason Greenwood skoraði tvö mörk í fyrsta deildarleik sínum með Marseille er liðið vann 5-1 stórsigur á Brest.

Marseille keypti Greenwood frá Manchester United í síðasta mánuði, en það er fyrrum Brighton-stjórinn, Roberto De Zerbi, sem þjálfar liðið.

Það tók Greenwod aðeins þrjár mínútur að skora sitt fyrsta mark og þá gerði hann annað mark sitt úr vítaspyrnu á 31. mínútu.

Luis Henrique skoraði einnig tvö mörk fyrir Marseille, en fengu þó ekki gullið tækifæri til að fullkomna þrennuna þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir.

Greenwood fiskaði vítaspyrnu og tók upp boltann, en ákvað frekar að gefa Elye Wahi, nýjum leikmanni félagsins, boltann. Wahi þakkaði fyrir sig með því að gera fimmta og síðasta mark Marseille í leiknum.

Geggjuð byrjun hjá Marseille og gefur þetta góð fyrirheit um það sem koma skal.


Athugasemdir
banner