Hoffenheim er búið að festa kaup á tékkneska framherjanum Adam Hlozek, sem kemur til félagsins úr röðum Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen.
Hoffenheim borgar 20 milljónir evra til að kaupa Hlozek og stelur honum þannig beint undan nefinu á Leicester City.
Leicester var búið að skipuleggja læknisskoðun fyrir Hlozek, sem var á leið til félagsins á láni frá Leverkusen með kaupskyldu ef Leicester tækist að bjarga sér frá falli.
Hoffenheim greip þá inn í og bauðst til að kaupa Hlozek beint frá Leverkusen án þess að fá hann á láni.
Hlozek leist vel á tilboðið frá Hoffenheim og er búinn að skrifa undir langtímasamning við félagið.
Hlozek er 22 ára gamall og kom að 12 mörkum í 36 leikjum með Leverkusen á síðustu leiktíð.
Squint Your Eyes... pic.twitter.com/lrI6PtkXDp
— TSG Hoffenheim (@tsghoffenheim) August 17, 2024
Athugasemdir