Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 15:28
Ívan Guðjón Baldursson
Ísak Andri skoraði og Davíð Kristján lagði upp
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Cracovia
Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í leikjum dagsins í Evrópu í dag, þar sem Ísak Andri Sigurgeirsson var í byrjunarliði Norrköping á útivelli gegn Malmö í efstu deild sænska boltans.

Ísak Andri skoraði fyrsta mark leiksins á 21. mínútu en Norrköping réði ekki við andstæðingana sína og tapaði leiknum að lokum 2-1.

Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn í liði Norrköping og er Íslendingaliðið áfram í neðri hluta Allsvenskan, með 23 stig eftir 19 umferðir. Norrköping hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir tapið gegn Malmö. sem trónir á toppi deildarinnar með níu stiga forystu.

Kolbeinn Þórðarson lék þá í 84 mínútur er Gautaborg gerði 1-1 jafntefli við Sirius á heimavelli. Kolbeinn og félagar eru tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið, með 21 stig. Sirius er í efri hlutanum með 28 stig.

Í næstefstu deild lék Valgeir Valgeirsson allan leikinn í góðum sigri Örebro gegn Gefle. Örebro vann frábæran 4-1 sigur í fallbaráttunni og er núna komið með 23 stig eftir 19 umferðir.

Stefan Alexander Ljubicic var í byrjunarliði Skovde AIK sem tapaði á heimavelli gegn Helsingborg og er í fallsæti með 18 stig. Þetta var fjórði tapleikur liðsins í röð.

Adam Ingi Benediktsson varði þá mark Östersund í 1-0 tapi gegn Trelleborg á meðan Þorri Mar Þórisson var ónotaður varamaður í 1-0 sigri Örebro gegn Örgryte.

Að lokum var Davíð Kristján Ólafsson í byrjunarliði Cracovia í efstu deild pólska boltans. Hann lagði fyrsta markið upp í 2-4 sigri í toppslagnum gegn Jagiellonia.

Cracovia er á toppi Ekstraklassa deildarinnar með 10 stig eftir 5 umferðir. Jagiellonia er í öðru sæti með 9 stig eftir 4 leiki.

Malmö 2 - 1 Norrköping
0-1 Ísak Andri Sigurgeirsson ('21)
1-1 Anders Christiansen ('30)
2-1 Lasse Johnsen ('78)

Göteborg 1 - 1 Sirius

Öster 1 - 0 Örgryte

Trelleborg 1 - 0 Östersund

Örebro 4 - 1 Gefle

Skovde AIK 1 - 3 Helsingborg

Jagiellonia 2 - 4 Cracovia

Athugasemdir
banner
banner