Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca: Þurfum ekki að ná sæti í Meistaradeildinni strax
Enzo Maresca var ráðinn inn sem nýr þjálfari Chelsea í sumar eftir brottrekstur Mauricio Pochettino.

Maresca á erfitt verkefni fyrir höndum sér þar sem mikil enduruppbygging hefur verið í gangi hjá Chelsea síðasta árið. Félagið er búið að fjárfesta háum upphæðum í mikið af ungum og efnilegum leikmönnum sem hafa allir skrifað undir langtímasamninga við félagið.

Það kom einhverjum á óvart þegar stjórn Chelsea ákvað að reka Pochettino eftir síðustu leiktíð og var Maresca spurður hvort hann væri smeykur fyrir því að vera rekinn á miðju tímabili ef stigasöfnun liðsins gengur ekki nægilega vel.

„Ég er hjá þessu félagi með 5 til 10 ára plan. Það er engin pressa frá stjórn félagsins að ná sæti í Meistaradeild Evrópu strax á fyrstu leiktíð," sagði Maresca meðal annars á fréttamannafundi fyrir opnunarleik tímabils gegn Manchester City, sem verður spilaður á morgun.

„Markmiðið er að vera samkeppnishæfir og bæta okkur svo skref fyrir skref."
Athugasemdir
banner