Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 12:11
Ívan Guðjón Baldursson
Milner ánægður með nýja þjálfarann
Mynd: EPA
Gamla kempan James Milner er sáttur með lífið hjá Brighton þar sem hann á samning sem gildir út tímabilið.

Milner er 38 ára gamall og einn af elstu leikmönnum úrvalsedeildarinnar en hann spilar fyrir yngsta þjálfarann. Fabian Hürzeler tók við Brighton í sumar en hann er aðeins 31 árs gamall og er fyrsti þjálfarinn fæddur 1993 eða síðar til að taka stjórn á félagi í ensku úrvalsdeildinni og víðar.

Milner er mjög ánægður með Hürzeler og segir hann svipa mjög mikið til Jürgen Klopp, sem Milner spilaði fyrir í mörg ár hjá Liverpool.

„Nýi þjálfarinn er frábær, hann er eins og mjög góð blanda af Roberto (De Zerbi) og Jurgen (Klopp). Hann minnir mig mikið á Klopp sérstaklega þegar kemur að varnarleiknum. Hann leggur áherslu á mikla ákefð og snögg viðbrögð þegar við missum boltann. Hann vill að við séum alltaf tilbúnir til að sækja og skora mark, hvort sem við erum með boltann eða ekki," sagði Milner og hélt áram.

„Það er mikið í hugmyndafræði hans og æfingum sem svipar til Klopp og ég tel mig vera í góðri stöðu til að hjálpa honum að útskýra þetta fyrir strákunum. Ég þekki öll varnarmynstrin og mun miðla þekkingu minni til yngri leikmanna.

„Ég er spenntur fyrir að læra meira undir stjórn nýs þjálfara. Ég naut mín mjög mikið undir stjórn Roberto á síðustu leiktíð og það hafa verið jákvæðar breytingar síðan þá með komu nýs þjálfara. Honum hefur tekist að hrífa mig og ég er virkilega spenntur fyrir komandi leiktíð."


Brighton heimsækir Everton í fyrstu umferð nýs úrvalsdeildartímabils í dag.
Athugasemdir
banner