Alex Moreno, vinstri bakvörður Aston Villa, er á förum frá félaginu en þetta staðfesti Unai Emery, stjóri félagsins, í viðtali við fjölmiðla eftir 2-1 sigurinn á West Ham í dag.
David Ornstein hjá Athletic sagði fyrr í dag að Nottingham Forest væri að gera sig líklegt til að fá Moreno á láni frá Villa út tímabilið.
Moreno er nú þriðji kostur í vinstri bakvarðarstöðuna hjá Villa á eftir þeim Lucas Digne og Ian Maatsen.
Þessi 31 árs gamli leikmaður er á förum en þetta staðfesti Emery eftir leikinn gegn West Ham.
„Þegar við fengum Maatsen þá vorum við að ræða við tvo aðra leikmenn í hópnum. Við gátum haldið öðrum þeirra til þess að halda styrkleika í þeirri stöðu og er það nú ljóst að Moreno er leikmaðurinn sem er nálægt því að fara,“ sagði Emery.
Athugasemdir