Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Phil Jones leggur skóna á hilluna
Mynd: EPA
Phil Jones er búinn að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir erfið meiðsli, en hann er 32 ára gamall og hefur ekki spilað keppnisleik í fótbolta í meira en tvö ár.

Jones var hjá Manchester United í tólf ár frá 2011 til 2023, þegar samningur hans var ekki endurnýjaður í fyrra.

Jones ólst upp hjá Blackburn og var keyptur til Man Utd fyrir tæplega 20 milljónir punda sumarið 2011. Hann lék 27 landsleiki fyrir England og vann ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn og Evrópudeildina með Man Utd.

Jones spilaði 229 leiki á tíma sínum í Manchester en náði aðeins að koma við sögu í 13 leikjum á síðustu fjórum árum sínum hjá félaginu vegna þrálátra meiðsla.

„Ferlinum mínum er lokið fyrr en ég áætlaði. Það er mjög svekkjandi en ég kýs að líta á glasið sem hálffullt. Ég bý yfir mikilli reynslu sem getur hjálpað mér í framtíðinni," sagði Jones meðal annars í viðtali í dag, en hann hefur verið að vinna í þjálfaragráðu hjá UEFA og námi hjá PFA, ensku leikmannasamtökunum, á síðustu misserum.
Athugasemdir
banner
banner