Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 09:16
Ívan Guðjón Baldursson
PSG borgar rúmlega 50 milljónir fyrir Doué (Staðfest)
Doué hér í baráttunni við Kylian Mbappé. Nú fær Doué það erfiða verkefni að leysa hann af hólmi úti á vinstri kantinum.
Doué hér í baráttunni við Kylian Mbappé. Nú fær Doué það erfiða verkefni að leysa hann af hólmi úti á vinstri kantinum.
Mynd: EPA
Franska stórveldið Paris Saint-Germain er búið að staðfesta félagaskipti Désiré Doué til félagsins.

PSG borgar um 50 milljónir evra til að kaupa Doué, sem er 19 ára gamall og leikur sem kantmaður.

PSG þurfti að berjast við FC Bayern og fleiri félög til að vinna kapphlaupið um Doué, en hann kemur til félagsins úr röðum Rennes.

Hann kemur ekki ódýrt því PSG þarf að greiða rúmlega 50 milljónir evra í heildina til að tryggja sér þjónustu kantmannsins efnilega.

Doué hefur verið lykilmaður upp unglingalandslið Frakka og var í lykilhlutverki á Ólympíuleikunum í sumar, þar sem U23 lið Frakklands hreppti silfrið á heimavelli eftir tap í afar fjörugum úrslitaleik gegn Spáni.


Athugasemdir
banner