Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
PSG skoðar nýja framherja eftir meiðsli Goncalo Ramos
Mynd: EPA
Portúgalski framherjinn Goncalo Ramos meiddist illa á vinstri ökkla í þægilegum sigri Paris Saint-Germain gegn Le Havre í fyrstu umferð franska deildartímabilsins í gærkvöldi.

Í viðtali að leikslokum talaði Luis Enrique þjálfari strax um að hér væri um mjög slæm meiðsli að ræða og í dag er komið í ljós að Ramos verður frá næstu þrjá mánuðina hið minnsta.

PSG er því að skoða sig um á leikmannamarkaðinum til að kaupa nýjan framherja. Victor Osimhen er enn talinn vera ofarlega á óskalistanum.

Ramos er einn af tveimur framherjum sem eru að berjast um byrjunarliðssæti hjá PSG. Randal Kolo Muani er núna aðal framherji byrjunarliðsins.
Athugasemdir