Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ramon Sosa til liðs við Nottingham Forest (Staðfest)
Mynd: Nottingham Forest

Nottingham Forest hefur nælt í vængmanninn Ramon Sosa en hann er landsliðsmaður Paragvæ.

Hann skrifar undir fimm ára samning.


Sosa gengur til félagsins frá Talleres í Argentínu en Forest borgar um 11 milljónir punda fyrir þennan 24 ára gamla vængmann.

„Ramon var mjög eftirsóttur en var ákveðinn í að koma til Nottingham Forest. Við finnum öll fyrir orkunni hans, tilfinningum, stolti og spennu að vera kominn hingað frá fyrstu mínútu. Hann getur ekki beðið eftir því að byrja og við erum í skýjunum að hann er hérna með okkur," sagði Ross Wilson, yfirmaður fótboltamála hjá Nottingham Forest.


Athugasemdir
banner