Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 18:49
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo skoraði í tapi í Ofurbikarnum
Cristiano Ronaldo skoraði annað mark sitt á tímabilinu í 4-1 tapi Al Nassr gegn meisturunum í Al Hilal í úrslitaleik Ofurbikarsins í Sádi-Arabíu í kvöld.

Portíugalinn kom Al Nassr á bragðið undir lok fyrri hálfleiks með skoti af stuttu færi en Al Hilal tók öll völd í síðari hálfleiknum og skoraði fjögur.

Al Hilal gerði mörkin fjögur á sautján mínútna kafla. Sergej Milinkovic-Savic jafnaði metin áður en Aleksandar Mitrovic gerði tvö á sex mínútum. Malcom gerði fjórða og síðasta markið á 72. mínútu.

Ronaldo var allt annað en sáttur við frammistöðu varnarinnar í síðari hálfleiknum, en það mátti sjá á látbragði hans eftir þriðja mark Al Hilal.




Athugasemdir
banner