Franski miðvörðurinn William Saliba náði frábærum áfanga í 2-0 sigri Arsenal á Wolves í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Emirates-leikvanginum í dag.
Saliba átti flotta byrjun á tímabilinu. Kai Havertz og Bukayo Saka skoruðu mörkin á meðan Saliba hélt sóknarmönnum Úlfanna í skefjum.
Þetta var 50. deildarsigur Saliba með Arsenal og það hefur hann gert í aðeins 66 leikjum.
Hann er því fljótasti leikmaðurinn í sögu félagsins til að ná fimmtíu sigrum, en hann tók metið af spænska bakverðinum Nacho Monreal.
Þá hefur Saliba og félagar hans í vörninni haldið hreinu í 30 leikjum sem sýnir gríðarlegt mikilvægi hans fyrir liðið.
William Saliba is the fastest Arsenal player to reach 50 Premier League wins (66 games).
— B/R Football (@brfootball) August 17, 2024
He’s also kept 30 clean sheets in those games ???? pic.twitter.com/7YXXliNl0y
Athugasemdir