Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Saliba náði mögnuðum áfanga
Mynd: EPA
Franski miðvörðurinn William Saliba náði frábærum áfanga í 2-0 sigri Arsenal á Wolves í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Emirates-leikvanginum í dag.

Saliba átti flotta byrjun á tímabilinu. Kai Havertz og Bukayo Saka skoruðu mörkin á meðan Saliba hélt sóknarmönnum Úlfanna í skefjum.

Þetta var 50. deildarsigur Saliba með Arsenal og það hefur hann gert í aðeins 66 leikjum.

Hann er því fljótasti leikmaðurinn í sögu félagsins til að ná fimmtíu sigrum, en hann tók metið af spænska bakverðinum Nacho Monreal.

Þá hefur Saliba og félagar hans í vörninni haldið hreinu í 30 leikjum sem sýnir gríðarlegt mikilvægi hans fyrir liðið.


Athugasemdir
banner