Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu ótrúlegt klúður Garnacho í gær
Manchester United heimsótti Fulham í fyrstu umferð nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni og vann verðskuldaðan 0-1 sigur þökk sé sigurmarki frá Joshua Zirkzee sem kom inn af bekknum til að tryggja sigurinn.

Rauðu djöflarnir komust nálægt því að bæta öðru marki við leikinn á lokasekúndunum, þegar Alejandro Garnacho sendi boltann framhjá opnu marki eftir frábæran undirbúning frá Marcus Rashford.

Garnacho fékk boltann á silfurfati en hann var með mann í bakinu og sendi boltann framhjá markinu þegar hann tók viðstöðulaust skot með vinstri fæti.

Garnacho kom inn af bekknum í seinni hálfleik fyrir Amad Diallo og lagði upp sigurmarkið fyrir Zirkzee á 87. mínútu.

Sjáðu klúðrið
Athugasemdir
banner
banner