Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   lau 17. ágúst 2024 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Lewandowski afgreiddi Valencia
Mynd: EPA
Robert Lewandowski skoraði bæði mörk Barcelona sem vann Valencia, 2-1, í fyrstu umferð La Liga á Spáni í kvöld.

Börsungar voru allt í öllu fyrri hluta fyrri hálfleiksins og hefðu komið sér í 2-0 stöðu ef það hefði ekki verið fyrir magnaðar vörslur Giorgio Mamardashvili í markinu, sem var líklega að spila sinn síðasta leik fyrir Valencia en hann er sagður á leið til Liverpool.

Frammistaða Mamardashvili veitti öðrum leikmönnum liðsins innblástur því undir lok hálfleiksins skoraði Hugo Duro með skalla, en Adam var þó ekki lengi í paradís.

Robert Lewandowski jafnaði metin eftir stoðsendingu Lamine Yamal áður en hálfleikurinn var úti og þá pólski sóknarmaðurinn sigurmarkið af vítapunktinum þegar nokkrar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Góð endurkoma hjá Barcelona, sem hefði hæglega getað skorað fleiri í dag.

Osasuna og Leganes gerðu þá 1-1 jafntefli. Nýliðar Leganes voru nálægt því að ná í sigur en sá möguleiki rann út í sandinn er Juan Soriano setti boltann í eigið net.

Osasuna 1 - 1 Leganes
0-1 Juan Cruz ('22 )
1-1 Juan Soriano ('79 , sjálfsmark)

Valencia 1 - 2 Barcelona
1-0 Hugo Duro ('44 )
1-1 Robert Lewandowski ('45 )
1-2 Robert Lewandowski ('48 , víti)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 17 14 1 2 49 20 +29 43
2 Real Madrid 17 12 3 2 34 16 +18 39
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 17 10 4 3 30 16 +14 34
5 Espanyol 16 9 3 4 20 16 +4 30
6 Betis 15 6 6 3 25 19 +6 24
7 Athletic 17 7 2 8 15 22 -7 23
8 Celta 16 5 7 4 20 19 +1 22
9 Sevilla 16 6 2 8 24 24 0 20
10 Getafe 16 6 2 8 13 18 -5 20
11 Elche 16 4 7 5 19 20 -1 19
12 Alaves 16 5 3 8 14 17 -3 18
13 Vallecano 15 4 5 6 13 16 -3 17
14 Mallorca 16 4 5 7 18 23 -5 17
15 Real Sociedad 16 4 4 8 20 24 -4 16
16 Osasuna 16 4 3 9 14 20 -6 15
17 Valencia 16 3 6 7 15 25 -10 15
18 Girona 16 3 6 7 15 30 -15 15
19 Oviedo 16 2 4 10 7 26 -19 10
20 Levante 15 2 3 10 16 28 -12 9
Athugasemdir