Wolves er í leit að nýjum leikmönnum til að styrkja leikmannahópinn sinn eftir að hafa selt tvo lykilmenn í sumar, þá Max Kilman og Pedro Neto.
Gary O'Neil þjálfari Wolves sagði á fréttamannafundi að hann vill fá nýja leikmenn inn til að fylla í skörðin. Þar nefndi hann að vilja helst fá leikmenn til liðsins með einhverja úrvalsdeildarreynslu á bakinu.
Carlos Forbs, kantmaður Ajax með enga úrvalsdeildarreynslu á bakinu, er talinn líklegastur til að vera keyptur til Wolves.
Forbs er 20 ára gamall og leikur sem vinstri kantmaður að upplagi. Hann er unglingalandsliðsmaður hjá Portúgal og var lykilmaður í U19 landsliðinu áður en hann tók stökkið upp í U21.
Forbs kom að 9 mörkum í 34 leikjum með Ajax á síðustu leiktíð og yrði þriðji sóknarleikmaðurinn sem Úlfarnir fá til sín í sumar, eftir Rodrigo Gomes og Jörgen Strand Larsen.
Athugasemdir