Það vakti athygli að Jadon Sancho var ekki í leikmannahópi Manchester United gegn Fulham í gær en hann hefur verið orðaður í burtu frá félaginu. Hann hefur m.a. verið orðaður við PSG.
Erik ten Hag var spurður út í fjarveru enska vængmannsins eftir leikinn.
„Fyrst og fremst þurfum við á breiddinni að halda. Ég get bara valið 20 leikmenn í hópinn. Sancho hefur verið með eyrnabólgu í vikunni, hann var ekki 100%. Hann hefði getað spilað en við tókum þessa ákvörðun, ákváðum að hafa aðra á bekknum en það getur breyst," sagði Ten Hag.
„Við getum ekki spilað öllum, þú sást í dag hversu mikilvægir varamenn eru. Stundum er það pirrandi fyrir leikmann en þetta snýst um liðið. Það verða fleiri leikmenn í þessari stöðu, við ætlumst til þess að þeir muni berjast fyrir klúbbinn."