Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 17. ágúst 2024 23:45
Brynjar Ingi Erluson
Tom Brady birti mynd af Willum á Instagram
Fyrrum NFL-stjarnan, Tom Brady, birti mynd af íslenska landsliðsmanninum Willum Þór Willumssyni í 'story' á Instagram í dag, en Willum gerði sigurmark Birmingham í 3-2 sigrinum á Wycombe Wanderers í ensku C-deildinni í dag.

Brady, sem er talinn besti leikstjórnandi allra tíma, eignaðist 3,3 prósent hlut í Birmingham á síðasta ári.

Hann er orðinn mikill stuðningsmaður félagsins og sjaldan sem hann missir af leik.

Bandaríkjamaðurinn var greinilega hæst ánægður með Willum eftir leik dagsins, en hann endurbirti mynd af honum í 'story' á Instagram og merkti landsliðsmanninn við myndina.

Ekki amalegt að fá smá pepp frá Brady, sem er einn af bestu íþróttamönnum allra tíma.


Athugasemdir
banner
banner