Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 13:01
Ívan Guðjón Baldursson
U17 endar í öðru sæti eftir sigur gegn Suður-Kóreu
Mynd: KSÍ
Mynd: AGF
Ísland U17 1 - 0 Suður-Kórea
1-0 Tómas Óli Kristjánsson ('78)

U17 landslið karla endar í öðru sæti á Telki Cup æfingamótinu sem haldið var í Ungverjalandi.

Ísland lagði Suður-Kóreu að velli í lokaumferð mótsins þar sem Tómas Óli Kristjánsson skoraði eina markið í 1-0 sigri.

Ísland endar því með sex stig eftir tveggja marka sigur gegn Ungverjalandi í annarri umferð og naumt tap gegn ógnarsterku liði Ítala í fyrstu umferð, eftir afar fjörugan sjö marka leik.

Suður-Kórea endar í þriðja sæti eftir sigur gegn Ungverjalandi, en Ungverjar náðu aðeins í eitt stig á æfingamótinu á heimavelli - í lokaumferðinni gegn sigurliði Ítala.

Hinn bráðefnilegi Tómas Óli, sem skoraði eina mark Íslands í sigrinum í dag, er á mála hjá Århus í Danmörku. Hann er partur af sterkri akademíu þar.

Tómas Óli er fæddur 2008 og var lykilmaður í U15 og U16 landsliðum Íslands.
Athugasemdir
banner
banner